skolabudir-byggdarsafn01.jpg

Byggðasafnið

Nemendur heimsækja Byggðasafnið að Reykjum og fá þar fræðslu í tveimur ólíkum greinum. Annars vegar eru þeim kynntar hákarlaveiðar við Húnaflóla með áherslu á hákarlaveiðiskipið Ófeig. Hins vegar er þeim leyft að ganga um safnið og skoða sig um, nemendur fara inn í baðstofu og upplifa gamla tíma og leysa létt myndaverkefni er tengist hlutum á safninu. Einnig fá nemendur að spreyta sig á vermannaleikjum en það eru fornir leikir sem vermenn iðkuðu þegar ekki gaf til róðra.