Ný heimasíða

Um þessar mundir erum við að leggja lokahönd á nýja heimasíðu Skólabúðanna. Hér birtist síðan í þeirri mynd sem hún mun verða í og erum við smá saman að setja inn efni á síðuna. Hún mun verða aðgengilegri en sú eldri með meiri upplýsingum og fróðleik um starfið.

Á þessari síðu verður t.d. hægt að sækja um dvöl í Skólabúðirnar með rafrænum hætti. 

Myndir og video munu koma inn á næstunni svo og upplýsingar um útbúnað sem nemendur þurfa að hafa með sér í Skólabúðirnar á fleiri en einu tungumáli.

 

Í framtíðinni munu nemendur geta nálgast hópmyndina frá dvöl sinni í Skólabúðunum á heimasíðunni. 

Þar sem nú styttist í páskafrí þá óskum við ykkur gleðilegra páska með von um að nýja heimasíðan okkar verði öllum til gagns, ánægju og gamans. 

Kær kveðja, Kalli, Halldóra og starfsfólk Skólabúðanna.