Búið að opna fyrir umsóknir 2018 – 2019

IMG_3497.jpg

Núna er hægt að sækja um pláss í Skólabúðunum fyrir skólaárið 2018 – 2019. Sótt er um rafrænt og þar sem við búumst við mikill aðsókn þá hvetjum við kennara og skólastjóra að sækja um sem fyrst því gamla góða reglan „FYRSTIR KOMA FYRSTIR FÁ“ er í fullu gildi. Við hlökkum til að heyra frá ykkur og vonumst eftir áframhaldandi góðu samstarfi við skólana sem dvelja hjá okkur ár eftir ár.

Smelltu hér til þess að sækja um.

Ný heimasíða

Um þessar mundir erum við að leggja lokahönd á nýja heimasíðu Skólabúðanna. Hér birtist síðan í þeirri mynd sem hún mun verða í og erum við smá saman að setja inn efni á síðuna. Hún mun verða aðgengilegri en sú eldri með meiri upplýsingum og fróðleik um starfið.

Á þessari síðu verður t.d. hægt að sækja um dvöl í Skólabúðirnar með rafrænum hætti. 

Myndir og video munu koma inn á næstunni svo og upplýsingar um útbúnað sem nemendur þurfa að hafa með sér í Skólabúðirnar á fleiri en einu tungumáli.

 

Í framtíðinni munu nemendur geta nálgast hópmyndina frá dvöl sinni í Skólabúðunum á heimasíðunni. 

Þar sem nú styttist í páskafrí þá óskum við ykkur gleðilegra páska með von um að nýja heimasíðan okkar verði öllum til gagns, ánægju og gamans. 

Kær kveðja, Kalli, Halldóra og starfsfólk Skólabúðanna.