Kvöldvökur

Öll kvöld vikunnar eru haldnar kvöldvökur. Fyrsta kvöldið sjá kennarar skólabúðanna um atriði kvöldvökunnar og er lögð áhersla á að þau efli félagsleg tengsl nemenda. Önnur kvöld sjá nemendur um skemmtiatriðin ásamt kennurum sínum. Æskilegt er að uppeldislegt gildi sé haft til hliðsjónar við val á leikjum og skemmtiatriðum.