Íþróttir

Mikil áhersla er lögð á iðkun íþótta bæði í íþróttasal og í sundlaug. Þegar veður hentar er kennsla í íþróttum gjarnan færð undir bert loft. Íþróttatímar skólabúðanna byggja mikið á hópefli og leik. Ekki er krafist neinnar sérstakrar færni í neinni íþrótt heldur geta allir verið með og tekið þátt. Sundlaugin í Reykjaskóla er 25 metra löng hituð upp með hvera vatni úr Reykjahver og nýtist vel til sundiðkanna og leiks.