Stöðvaleikur

Hér er farið með nemendur í sögugöngu um Reykjatangann og sögð saga staðarins t.d. frá hernámsárunum en þá var herstöð á Reykjatanga. Þegar best lét voru u.þ.b. 1000 hermenn á tanganum í 150 bröggum. Gamla skólahúsið var aðsetur yfirmannana breska hersins. Einnig er nemendum sýndur Reykjahver og þeim sagðar sögur úr héraði.