GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR

 

Dæmi um útbúnað nemenda: 

Sæng, koddi, sængurföt eða svefnpoki
Íþróttafatnaður
Strigaskór
Tannbursti, tannkrem
Regnföt (vind-regnheld)
Snyrtidót
Vaðstígvél (ef til eru)
Handklæði
Hlý peysa
Náttföt
Auka föt
Sundföt
Nóg af nærfötum og sokkur
Inniskór
Ritföng
Myndavél (ef til er)
Vasaljós + aukarafhlöður
Vatnsbrúsa

Reglur Skólabúðanna að Reykjum:

1. Þess er vænst að allir sem koma í skólabúðirnar gangi vel um hús og húsmuni og sýni tillitssemi í allri umgengni. Gestir verða gerðir ábyrgir fyrir skemmdum sem þeir kunna að valda.
2. Nemendur mega ekki fara út af skólabúðasvæðinu án leyfis.
3. Nemendur eiga að vera stundvísir til starfs og leikja.
4. Öllum nemendum ber að hlíta fyrirmælum starfsfólks skólabúðanna og bekkjarkennara.
5. Brot á reglum geta varðað brottvísun.

Að öðru leyti gilda almennar skólareglur grunnskóla á Íslandi.

Af gefnu tilefni eru gsm- og snjallsímar alfarið bannaðir á meðal nemenda.

Verði nemendur uppvísir af því að hafa síma í fórum sínum getur það varðað brottrekstur.

NEMENDUR BERA SJÁLFIR ÁBYRGÐ á þeim búnaði sem þeir hafa meðferðis s.s. fatnaði, myndavélum og fl.

Bannað er að hafa sælgæti með sér í skólabúðirnar. 

Ef nemendur taka með sér nasl í rútuferðina má það aldrei vera hnetur né eitthvað með hnetum í því oft koma upp tilfelli þar sem nemendur eru með ofnæmi/bráðaofnæmi fyrir hnetum.

Smelltu á mynd til að sækja stundaskrá á PDF formi.