Undraheimur

Í undraheimi er lögð áhersla á hópefli meðal nemenda. Farið er í krefjandi og uppbyggjandi leiki þar sem nemendur þurfa oft á tíðum að fara út fyrir þægindarammann. Einnig er nemendum kenndar slökunaræfingar sem nýtast vel í starfi og leik. Í lok tímans er nemendum kynnt mikilvægi þess að fara vel með og spara peninga, setja sér markmið og láta drauma sína rætast.